Þriðji keppnisdagur á BJK Cup gegn Möltu

Í dag keppti íslenska liðið á móti Möltu í umspili (5-8 sæti). Malta er álitið 3. sterkasta lið mótsins samkvæmt styrkleikalista ITF og því um mjög erfiða viðureign að ræða.

Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Elaine Genovese frá Möltu sem var númer 1153 á heimslistanum fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var erfiður leikur fyrir Heru sem fann aldrei taktinn almennilega og tapaði 6-0 6-0

Anna Soffía Grönholm spilaði nr.1 einliðaleikinn fyrir Ísland gegn Helene Pellicano sem er nr. 956 á heimslistanum. Anna spilaði glimrandi góðan leik og tókst að standa vel í Helene en þurfti þó að lúta í lægra haldi 6-3 6-1

Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Francescu Curmi sem er nr. 709 á heimslistanum og Emmu Montebello. Þetta var erfiður leikur fyrir Heru og Önnu sem tapaðist 6-0 6-2.

Ísland tapaði því viðureigninni 3-0 í heildina og á leik á morgun gegn Albaníu þar sem keppt verður um 7.sætið í mótinu

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!