Úrslit: Jóla- og bikarmót 2019

Nú eru úrslit ljós í Meistaramóti TSÍ 2019.

Mótið fór fram á völlum Tennishallarinnar, Dalsmára 13 í Kópavogi. Búið er að stækka höllina, bæta við tveimur nýjum völlum og aðstaða keppenda og áhorfenda orðin til mikillar fyrirmyndar.

 

Kvennaflokkur

Í undanúrslitum fóru leikar svona:

Anna Soffía Grönholm – Eva Diljá Arnþórsdóttir 63 61

Sofia Sóley Jónasardóttir – Nicol Vesenilova Chakmakova 61 61

 

Anna Soffía og Sofia Sóley léku til úrslita í hörkuleik þar sem Anna Soffía sigraði eftir mikla baráttu í fyrra setti 75 og síðan 60 í úrslitasettinu.

 

Karlaflokkur

Í undanúrslitum fóru leikar svona:

Egill Sigurðsson – Björgvin Atli Júlíusson 63 60

Jónas Páll Björnsson – Ingimar Jónsson 62 63

 

Egill og Jónas léku til úrslita og sigraði Egill 60 í báðum settum eftir jafnari leik en tölurnar sýndu.

 

Önnur úrslit má sjá hér að neðan ásamt myndum frá verðlaunaafhendingunni.

30+ tvíliðaleikur

30+

40+ karlar

ITN tvíliðaleikur

ITN

Meistaraflokkur

Tvenndarleikur