Úrslitaleikir Íslandsmóts utanhúss í tennis 2019

Úrslitaleikir á Íslandsmótinu utanhúss í tennis hefjast kl. 11:00 á morgun sunnudaginn 16. júní, á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.   Í meistaraflokki karla einliðaflokki mætast Birkir Gunnarsson (Tennisfélag Kópavogs) á móti Raj K. Bonifacius (Víkingi) kl. 11:00.   Í framhaldi verður svo Anna Soffía Grönholm (Tennisfélag Kópavogs)  á móti Hera Björk Brynjarsdóttir (Fjölni)  sem verður endurtekning á úrslitaleik í meistaraflokk kvenna einliðaleik frá í fyrra.

Undanúrslitin fóru fram í dag. Þá mættust Birkir Gunnarsson og Björgvin Atli Júlíusson (Víkingi). Birkir sigraði örugglega 6-0 og 6-2. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Raj  og Valdimar Kr. Hannesson (Hafna- og Mjúkboltafélagið).   Raj vann í hörku leik, 7-5, 6-2.  Anna Soffía vann Sofiu Sóley Jónasdóttur ( Tennisfélag Kópavogs) 6-4, 6-2 á meðan Hera Björk vann Selmu Dagmar Óskarsdóttur (Tennisfélag Kópavogs), 6-4, 6-1.    Þau Björgvin Atli og Valdimar Kr. ásamt Sofíu Sóley og Selma keppa uppá brons verðlaun á sama tíma úrslitaleikjana eru.

Eftir leikina mun lokahóf fara fram með verðlaunafhending og mun meistarakokkurinn Úlfur Uggason grilla hamborgarar fyrir gestirnar.

Öll úrslit frá mótinu er hægt að finna hér – http://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=4FC0B546-1CEA-40DB-96AF-FA3618F5A45C