14 ára og yngri þróunarmótið í Tyrklandi 2017

Í lok mars 2017 lauk hinu árlega þróunarmóti 14 ára og yngri í Antalya, Tyrklandi. Um var að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis var boðið að taka þátt. Keppnin samanstóð af tveimur mótum sem fóru fram á leirvöllum þar sem keppt var um öll sæti í báðum mótum.

Fyrir hönd Íslands kepptu þeir Eliot Robertet og Alex Orri Ingvarsson. Einnig var Jón Axel Jónsson, landsliðsþjálfari, með þeim í för.

Mótaröðin var gríðarlega sterk, en þar sem keppt var um öll sæti, má segja að um frábært mót upp á keppnisreynslu hafi verið að ræða, enda kepptu leikmenn nánast hvern dag.

 

 

Mót 1

Þrátt fyrir mikla baráttu tókst Íslendingunum því miður ekki að knýja fram neina sigra í 9 leikjum í fyrsta mótinu.

Helst ber að nefna þriggja setta leik hjá Alex Orra Ingvarssyni gegn Jordi Trilla Clanchet (nr.399) frá Andorra þar sem hann vann fyrsta settið 6-3 en þurfti svo að lúta í lægra haldi 6-2, 6-0. Í tvíliðaleik áttu strákarnir einnig hörkuleik gegn gríðarlega sterku liði Georgíu þar sem annar andstæðinganna var nr. 9 í Evrópu. Leikurinn fór 6-4, 6-2 en hefði auðveldlega getað farið í þriggja setta leik með smá heppni.

Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna í fyrsta mótinu:
ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokki í Evrópu.

Alex Orri Ingvarsson – endaði í 31. sæti í mótinu

Tap vs David Totikashvili (363), Georgía 6-1, 6-0

Tap vs Jordi Trilla Clanchet (399), Andorra 3-6, 6-2, 6-0

Tap vs David Chobanyan (397), Armenía 7-6(5), 6-1
Tap vs Eyyub Mustafayev (433), Azerbadjan 6-1, 6-1

 

Eliot Robertet – endaði í 30. sæti í mótinu

Tap vs Edwards Teodors Liepins (66), Lettland 6-0, 6-0
Tap vs Bogdan Boclinca (145), Moldavía 6-0, 6-0
Tap vs Kenan Gasimov,  Azerbadjan 6-3, 6-0

Bye (sleppur við umferð)

Tap vs Eyyub Mustafayev (433), Azerbadjan 6-2, 6-4

 

Tvíliða leikur (Alex&Eliot)

Tap vs Tsotne Dzimistarishvili (9) & David Totikashvili (363), Georgía 6-4, 6-2

 

Mót 2

Í seinni mótaröðinni gekk strákunum betur þar sem þeir voru búnir að aðlagast leirvöllunum mun betur og komnir með ágætis leikreynslu frá fyrri vikunni.

Hérna tókst þeim að knýja fram 3 sigra í 10 leikjum þar sem einn þeirra var þó gefinn leikur sem Alex fékk. Þeir voru nálægt því að gera þetta að fjórum sigrum þar sem Eliot tapaði naumlega í hörkuleik gegn David Chobanyan frá Armeníu 4-6, 6-3, 6-2. Sigrarnir tveir gegn Albaníu og Kósóvó standa hér upp úr og leiddu til þess að Alex endaði í 23. sæti og Eliot í 29. sæti sem verður að teljast prýðilegur árangur á þessu gríðarlega sterka móti.

 

Eftirfarandi eru öll úrslit úr seinna mótinu:

 

Alex Orri Ingvarsson – endaði í 23. sæti í mótinu

Tap vs Danilo Raicevic (30), Svartfjallaland 6-0, 6-0

Sigur vs Jordi Trilla Clanchet (399), Andorra – GEFINN LEIKUR

Tap vs Maxim Cazac (85), Moldavía 6-0, 6-3
Tap vs Matthew Griscti (433), Malta 6-0, 6-0

Sigur vs Noel Caprazi, Albanía 6-4, 7-5

 

Eliot Robertet – endaði í 29. sæti í mótinu

Tap vs Alex Degabriele (342), Malta 6-0, 6-0
Tap vs Vilius Gaubas (119), Litháen 2-0 GEFIÐ

Tap vs David Chobanyan (397), Armenía 4-6, 6-3, 6-2

Sigur vs Fresk Sylhasi (433), Kósóva 6-1, 6-1

 

Tvíliða leikur (Alex&Eliot)

Tap vs Noel Caprazi & Skerdi Hasa(267), Albanía 6-1, 6-2