Ísland í riðli með Írlandi, Armeníu og Makedóníu

Íslenska kvennalandsliðið. F.v. Anna Soffia, Hekla Maria, Selma Dagmar og Hera Björk

Íslenska kvennalandsliðið. F.v. Anna Soffia, Hekla Maria, Selma Dagmar og Hera Björk

Fed Cup hefst á morgun í Svartfjallalandi. Sautján þjóðir  taka þátt og er keppt er í þremur fjögurra liða riðlum og einum fimma liða riðli. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku.

Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli B með Írlandi, Armeníu og Makedóníu. Írland er talið vera næst sterkasta liðið í deildinni. Keppni hefst á morgun en riðillinn sem Ísland lenti í hefst ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þá mætir Ísland sterkasta liðinu í riðlinum, Írlandi. Á sama tíma keppa hin liðin í riðlinum á móti hvort öðru, Armenía og Makedónía.

Hinir riðlarnir eru:

A-riðill:Túnis, Grikkland, Malta og Lúxemborg
C-riðill: Moldavía, Algería, Kýpur og Madagaskar
D-riðill: Svartfjallaland, Noregur, Marakkó, Kósóvó og Mosambík

Hægt er að fylgjast með stöðunni í riðlakeppninni hér.