Íslenska kvennalandsliðið farið út til Svartfjallalands á Fed Cup

Íslenska kvennalandsliðið. F.v. Anna Soffia, Hekla Maria, Selma Dagmar og Hera Björk

Íslenska kvennalandsliðið. F.v. Anna Soffia, Hekla Maria, Selma Dagmar og Hera Björk

Íslenska kvennalandsliðið fór út til Svartfjallalands í nótt en þær munu keppa á Fed Cup sem hefst á mánudaginn. Ísland keppir í 3.deild Evrópu/Afríku riðils en það hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í tólfta skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996.

Íslenska landsliðið er að þessu sinni skipað fjórum leikmönnum. Þær eru: Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir, Hekla Maria Oliver og Selma Dagmar Óskarsdóttir. Anna Soffia og Hera Björk eru að keppa þriðja árið í röð á Fed Cup en Hekla Maria og Selma Dagmar eru báðar að keppa í fyrsta skipti. Jón Axel Jónsson er þjálfari liðsins.

Keppnin hefst á mánudaginn 11.apríl og stendur yfir til og með laugardagsins 16.apríl. Keppt er á leirvöllum í borginni Ulcinj á Svartfjallalndi.