Fed Cup hefst á morgun í Svartfjallalandi. Sautján þjóðir taka þátt og er keppt er í þremur fjögurra liða riðlum og einum fimma liða riðli. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku.
Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli B með Írlandi, Armeníu og Makedóníu. Írland er talið vera næst sterkasta liðið í deildinni. Keppni hefst á morgun en riðillinn sem Ísland lenti í hefst ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þá mætir Ísland sterkasta liðinu í riðlinum, Írlandi. Á sama tíma keppa hin liðin í riðlinum á móti hvort öðru, Armenía og Makedónía.
Hinir riðlarnir eru:
A-riðill:Túnis, Grikkland, Malta og Lúxemborg
C-riðill: Moldavía, Algería, Kýpur og Madagaskar
D-riðill: Svartfjallaland, Noregur, Marakkó, Kósóvó og Mosambík