Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu 4.Stórmót TSÍ

Rafn Kumar (1.sæti) og Raj (2.sæti)

Rafn Kumar (1.sæti) og Raj (2.sæti)

4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleikjum í ITN styrkleikaflokki. Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna og karla voru nna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Rafn Kumar sigraði föður sinn, Raj K. Bonifacius, úr tennisdeild Vík­ings, 6-1 og 6-2. Með sigr­in­um hef­ur Rafn Kumar tryggt sér sig­ur sem stiga­meist­ari TSÍ fjórða árið í röð

þegar tvö mót eru eft­ir á ár­inu, bikar­mót TSÍ og meist­ara­mót TSÍ.

Anna Soffía sigraði Söru Lind Þor­kels­dótt­ur, úr tennisdeild Vík­ings örugglega 6-0 og 6-0. Þetta er fjórði meist­ara­flokkstit­ill­inn hjá Önnu Soffíu í ár og fyrsti úr­slita­leik­ur Söru Lind­ar á stór­móti TSÍ.

Öll önnur úrslit úr mótinu má sjá hér:

4.Stórmót TSÍ – ITN einliða
4.Stórmót TSÍ – 30 ára einliða
4.Stórmót TSÍ – Börn 16 ára einliða
4.Stórmót TSÍ – Börn 14 ára einliða
4.Stórmót TSÍ – Börn 12 ára einliða
4.Stórmót TSÍ – Börn 10 ára einliða
Anna Soffia (1.sæti) og Sara Lind (2.sæti)

Anna Soffia (1.sæti) og Sara Lind (2.sæti)

Sigurvegarar í 16 ára og yngri

Sigurvegarar í 16 ára og yngri

Sigurvegarar á 4.stórmoti TSÍ

Sigurvegarar í 14 ára og yngri

Sigurvegarar í 12 ára og yngri

Sigurvegarar í 12 ára og yngri

Sigurvegarar í 10 ára og yngri

Sigurvegarar í 10 ára og yngri

Þátttakendur í 10 ára og yngri

Þátttakendur í 10 ára og yngri