Hjördís Rósa og Raj sigruðu á 1.stórmóti TSÍ

Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna. Frá vinstri: Sofia Sóley 3-4.sæti, Hera Björk 2.sæti, Anna Soffia 3.-4.sæti. Á myndina vantar Hjördísi Rósu sem var í 1.sæti

Fyrsta stórmót Tennissambands Íslands lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Í meistaraflokki kvenna mættust í úrslitum Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis. Hjördís Rósa sigraði Heru Björk í þremur settum 3-6, 6-3 og 6-1. Í 3-4 sæti voru Anna Soffia Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir báðar úr Tennisfélagi Kópavogs. Í meistaraflokki karlar mættust Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Raj hafði betur 6-4 og 6-0.  Mikael Karlsson lenti í þriðja sæti.

Öll úrslit úr mótinu er hægt að finna hér.

Sigurvegarar í meistaraflokki karla. Frá vinstri: Raj 1.sæti og Magnús 2.sæti

Önnur úrslit eru:

Mini tennis 10 ára og yngri

1. Arnaldur Máni Birgisson Tennisfélag Kópavogs

Mini tennis 12 ára og yngri

1. Tristan Máni Sigtryggsson Tennisfélag Kópavogs

Keppendur í Mini tennis voru 12 og fengu allir verðlaun fyrir þátttöku.

Keppendur í mini tennis

Börn 12 ára

1. Rebekka Guðfinna Pálsdóttir Tennisfélag Kópavogs
2. Tristan Máni Sigtryggson Tennisfélag Kópavogs
3. Arnar Freyr Erlingsson  Tennisfélag Kópavogs

Stelpur 14 ára

1. Sofia Sóley Jónasdóttir Tennisfélag Kópavogs
2. Sara Lind Þorkellsdóttir Tennisdeild Víkings
3.  Georgina Athena Erlendsdóttir Tennisdeild Víkings

Sigurvegarar í 14 ára og yngri strákar

Strákar 14 ára

1.  Brynjar Sanne Engilbertsson  Tennisfélag Kópavogs
2.  Elmar Beckers  Tennisfélag Garðabærjar
3.  Úlfar Andri Sölvason Tennisfélag Kópavogs

Stelpur 16 ára

1. Sofia Sóley Jónasdóttir Tennisfélag Kópavogs
2. Sara Lind Þorkellsdóttir Tennisdeild Víkings
3. Selma Dagmar Óskarsdóttir Tennisfélag Kópavogs

Sigurvegarar í 14 ára og yngri stelpur

Stelpur 18 ára

1.  Hjördís Rósa Guðmundsdóttir Tennisdeild BH
2.  Anna Soffia Grönholm  Tennisfélag Kópavogs
3.  Ingibjörg Anna Hjartardóttir  Tennisdeild BH