Fyrsti undirbúningsfundur vegna Smáþjóðaleikanna 2015 var haldinn síðastliðinn sunnudag. Fundurinn gekk vel og hægt er að nálgast kynninguna frá fundinum hér. Tennissambandinu vantar sjálfboðaliða í fjögur mismunandi störf:
- Stóladómarar (18 ára og eldri)
- Línudómarar (16 ára og eldri)
- Boltasækjendur (11 ára og eldri)
- Afgreiðsla (16 ára og eldri)
Aldur miðast við 1.janúar 2015 og munu námskeið fyrir ofangreind störf hefjast fljótlega. Nánar auglýst síðar.
Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan í þau störf sem þú hefur áhuga á að starfa við sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum árið 2015 og undirbúningsnámskeið fyrir þau störf sem á við.
Listi yfir skráða sjálfboðaliða má sjá hér.