Hjördís Rósa og Iris misstu af bronsinu

Hjördís Rósa og Iris á smáþjóðaleikunum 2013

Hjördís Rósa og Iris kepptu um bronsverðlaun síðastliðinn föstudag í tvíliðaleik á móti Laura Correia og Sharon Pesch frá Lúxemborg. Stelpurnar spiluðu vel en lutu í lægra haldi fyrir sterku liði Lúxemborgar 2-6 og 6-1. Íslensku keppendurnir hafa því allir lokið keppni á þessum smáþjóðaleikum.

Næstu smáþjóðaleikar verða haldnir á Íslandi árið 2015.