Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í síðasta leik

Birkir Gunnarsson sigraði Mikael Avetisyan örugglega

Ísland lauk þátttöku sinni á Davis Cup á laugardaginn með 1-1 jafntefli gegn Armeníu þar sem þurfti að aflýsa tvíliðaleiknum vegna mikillar rigningar.
Birkir Gunnarsson spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Mikayel Avetisyan. Birkir var mjög einbeittur í leiknum og vann örugglega 6-3 og 6-0.

Rafn Kumar Bonifacius spilaði næsta leik fyrir Ísland á móti Khachatur Khachatryan. Rafn Kumar byrjaði vel og komst í 2-0 í fyrsta setti en náði ekki að halda sömu spilamennsku og tapaði leiknum 6-3 og 6-1.

Ísland endaði þar með í 9.-12. sæti þar sem ekki náðist að klára að keppa alla leikina um 9.-12.sætið vegna veðurs. Grikkland og Noregur sigruðu sína úrslitaleiki og fara því upp um eina deild og munu spila í Evrópu/Afríku riðli II árið 2014.

Íslenska landsliðið endaði í 9.-12.sæti


Birkir og Rafn Kumar fóru síðan beint til Lúxemborgar þar sem þeir taka þátt í smáþjóðaleikunum sem hefst í dag.