Íslendingar hafa lokið keppni á U14 Þróunarmeistaramóti Evrópu tennissambandsins

Anna Soffia og Anton ásamt tvíliðaleiks meðspilurum þeirra frá Svartfjallalandi

Síðara mótinu í Þróunarmeistaramóti Evrópu tennissambandsins fyrir 14 ár og yngri lauk síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Íslendingarnir, Anna Soffia Grönholm og Anton Jihao Magnússon náðu aftur að standa vel í stóru þjóðunum og sigruðu þrjá leiki líkt og í fyrra mótinu. Þau voru bæði óheppin með útdráttinn í síðara mótinu þar sem flestir andstæðingar þeirra voru ofar á styrkleikalista Evrópu heldur en í fyrra mótinu. Þau stóðu sig samt sem áður frábærlega og voru hársbreidd frá því að knýja fram fimm sigra.

Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna í viku 2:
ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu

Anton J. Magnússon – Einliðaleikur
Tap vs. Zlatan Palazov (174), Búlgaría, 6-4 6-3
Sigur vs. Mihail Kuseski (255), Makedónía 6-3 5-7 6-3
Sigur vs. Mario Hoxa (334), Albanía 6-3 4-2 gefið

Tap vs. Dimitris Aravis, Kýpur 6-3 6-2
Tap vs. Egor Baklanov (570), Úkraína 6-2 1-6 6-4

Tvíliðaleikur með Bodin Aleksic, Svartfjallaland
Tap vs. Kýpur (seed 4) 6-2 6-1 Neos Eleftherios (58) & Dimitris Aravis

Anna S. Grönholm – Einliðaleikur
Tap vs. Milena Avetisyan (174), Armenía 6-1 6-1
Tap vs. Marija Elenova (76), Makedónía 6-0 6-0
Tap vs. Defne Olcay (295), Tyrkland 6-2 6-2
Tap vs. Katrina Sammut (196), Malta 4-6 6-4 6-1
Sigur vs. Bettina Booker, Malta 6-1 2-6 6-0

Tvíliðaleikur með Andjela Malovic(322), Svartfjallaland
Tap vs. Úkraína (seed 3) 6-2 6-1 Oleksanda Andrieieva (32) & Alexandra Chernisova

Anton endaði þar með í 20.sæti og Anna í því 31. Í heildina litið er þetta feiknarlega góður árangur og án efa besti árangur Íslands í þessari keppni í mörg ár.