Íslenska U13 ára landsliðið fór í æfinga- og keppnisferð til Oslóar

Dagana 3. -12.nóvember bauð Norska Tennissambandið (NTF) Íslenska U13 ára landsliðinu til Osló í sérstakar æfingabúðir þar sem hópurinn ásamt Jóni-Axel þjálfara gafst gullið tækifæri til að vinna með bestu þjálfurum Noregs í Oslo Tennis Arena, sem eru aðal bækistöðvar Norska Tennissambandsins.

Krakkarnir fengu einnig að spreyta sig með sterkustu úrvalshópum Noregs sem var frábær undibúningur fyrir mótin tvö sem þau tóku svo þátt í að lokum.

Eftirfarandi landsliðskrakkar ásamt Jónasi, Frímanni, og Jóni-Axel fóru með í ferðina:

Anna Soffía Grönholm
Sigurjón Ágústsson
Hekla María Jamila Oliver
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
Sara Lind Þorsteinsdóttir
Sofia Sóley Jónasdóttir

Þau stóðu sig öll virkilega vel í mótunum og unnu fullt af leikjum, og ber þar  helst að nefna sigur Önnu Soffíu Grönholm í flokki 16 ára og yngri stelpna í Oslo Arena Open.

Þetta verkefni var gert í samvinnu við Alþjóða tennissambandið( ITF) og Evrópska Tennissambandið(Tennis Europe) þar sem hugmyndin var að stuðla að bættri samvinnu milli TSÍ og Norska Tennissambandsins. Allt gekk eftir óskum og mun TSÍ án efa geta nýtt sér aðstoð Norska Tennissambandsins í náinni framtíð fyrir okkar efnilegustu spilara hvort sem um er að ræða æfingabúðir eða keppni.