Æfinga- og keppnisferð til Danmerkur sumarið 2012

Íslensku tennisspilararnir sem fóru til Danmerkur ásamt þjálfurum.

TFK í samvinnu við TSÍ skipulagði rúmlega tveggja vikna æfinga- og keppnisferð til Danmerkur síðastliðinn júlí fyrir efnilegustu spilara á Íslandi. Eftirfarandi leikmenn fóru með í ferðina:

Anna Soffía Grönholm, Sigurjón Ágústsson, Ingibjörg Anna Hjartardóttir, Ingimar Jónsson, Damjan Dagbjartsson, Egill Sigurðsson, Hera Björk Brynjarsdóttir, Hinrik Snær Guðmundsson, Bjarki Sveinsson, Arnaldur Orri Gunnarsson, Davíð Ármann Eyþórsson, Rafn Kumar Bonifacius, Birkir Gunnarsson.

Þjálfarar/skipuleggjendur: Jón-Axel, Milan, og Andri

Tekið var þátt í fjórum mismunandi mótum í kringum kaupmannahöfn:

Birkir stal senunni í KAT 1 karlaflokknum

1. LTK Cup (Lyngby)
2. Espergærde Open (Espergærde)
3. Farum Sommer Cup (Farum)
4. Z & Match Cup (Værløse)

Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og gáfu ekki tommu eftir gegn Danaveldi. Þau kepptu yfir 100 leiki í heildina, og tókst þeim öllum að vinna einhverja leiki. Leikreynslan sem krakkarnir fengu á þessum tveimur vikum er gríðarlega mikilvæg, og á eftir að nýtast þeim mikið á tennisvellinum í framtíðinni.
Leirinn er alls ekki auðveldur viðureignar fyrir óvana og því alveg hreint ótrúlegt hvað árangurinn var góður.

Öll úrslit er hægt að finna á eftirfarandi slóðhttp://www.tennis.dk/Sektioner/Turnering/Ranglister/Resultatsoegning.aspx
Veljið rétt nafn móts og ýtið á “søg” eða skrifið nafn spilara í dálkinn fyrir ofan og ýtið á “søg”(engir íslenskir stafir).

Hér fyrir neðan er góð samantekt allra úrslita sem leiddu til verðlauna hjá Íslendingum.
:

ATH. Kat1,2,3,4 er danskur mælikvarði sem stendur fyrir hversu sterk mótin eru, þar sem Kat1 er sterkast. Númerin sem ég set í sviga bakvið dönsku nöfnin er ranking viðkomandi leikmanna í sínum aldursflokk.

1. Vika(Lyngby&Espergærde)

– Anna vann stórt U14 Kat2 mót í Lyngby, þar sem hún sigraði Idu Raaby(nr.24 í U14) örugglega 6-1 6-2 í úrslitum, sem er frábær árangur.

Hera stóð sig vel

– Hera átti einnig flott mót í U16 Kat2 í Lyngby og sigraði Simone Mathiesen(nr.39 í U16) í úrslitum 6-2 4-6 6-2 í hörkuleik.
– Egill og Ingimar spiluðu svo hreinan íslenskan úrslitaleik í U14 Kat2 flokki drengja þar sem Egill hafði betur 7-6 6-3, eftir að hafa bjargað tveimur setboltum í fyrsta settinu. Í undanúrslitum sigraði Egill gegn Magnus Westh Nilsson(nr. 60 í U14), á meðan Ingimar vann Peter Riber(nr.85 í U14)
– Egill fór á kostum fyrstu vikuna og sigraði einnig U14 flokkinn í Espergærde, þar sem hann vann Mads Kjærsgaard(nr.52 í U14) 6-4 6-4 í úrslitum.
– Rafn Kumar og Birkir spiluðu í tveimur sterkum Opnum karlaflokkum í Lyngby (kat1&2)

Það þarf líka að þvo þvott í Danaveldi og allar snúrur notaðar sem komist var í

– Rafn sem er einungis 18 ára gamall átti nokkra góða sigra, datt út í 2.umferð í kat1 gegn Mads Hegelund(nr. 50 í karlaflokki) í flottum leik 6-2 6-4. Í kat2 mótinu datt hann út í 8 manna úrslitum gegn Peter Elsborg(nr. 35 í karlaflokki) 6-2 6-3.
– Birkir stal senunni í Kat1 karlaflokknum, og sigraði Mads Hegelund(nr.50 í karlaflokki) í hörkuleik 6-4 6-4 í undanúrslitum sem stóð yfir í næstum 3 klukkustundir. Í úrslitum þurfti hann því miður að lúta í lægra haldi 6-3 2-6 6-2 gegn Rasmus Scwarz sem er númer 11 í Danmörku í opnum karlaflokki, og því ekkert lamb að leika sér við. Birkir spilaði ágætlega í fyrra settinu, byrjaði bara aðeins of seint. Hann kom þó gríðarlega sterkur inn í annað settið, og náði að stjórna stigunum betur með dýpri og fastari skotum. Þriðja settið var hörkuspennandi, þar sem Birkir var vel inn í settinu og átti marga sénsa en tókst því miður ekki að nýta sér þá. Virkilega flottur leikur hjá Birki í heild, og frábær árangur fyrir Íslands hönds.

2. Vika(Farum&Værlöse)

– Anna komst aftur í úrslit í U14 Kat2 í Værlöse eftir sannfærandi sigur 6-3 6-1 á nöfnu sinni Önnu Mariu Möller(nr.32 í U14). Í úrslitaleiknum þurfti Anna því miður að lúta í lægra haldi 5-7 5-7 fyrir Emilie K.S. Hansen(nr.10 í U14)
– Anna vann aftur á móti U16 Kat4 flokkinn í Værlöse með 6-3 6-4 sigri gegn Julie Höjsgaard(nr.42 í U16)
– Ingibjörg komst í undanúrslit í U16 Kat4 þar sem hún þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Julie Höjsgaard 6-1 6-1(nr.42 í U16)
– Egill hélt uppteknum hætti áfram í U14 í Værlöse þar sem hann sigraði Jonas Schwarz(nr.25 í U14) 7-6 5-7 6-3 í undanúrslitum sem er frábær árangur. Í úrslitum keppti hann við Gustav Schröder Lassen(nr.47 í U14) sem hafði einmitt sigrað Damjan í hinum undanúrslitaleiknum 6-3 6-1. Egill vann 6-3 7-6 í skemmtilegum leik.
– Í U14 drengjaflokki í Farum fengum við annan hörkuspennandi íslenskan úrslitaleik þar sem Damjan sýndi mikinn karakter og sigraði Egil 6-2 4-6 6-4, sem var fyrsti og eini ósigur Egils í U14 flokki drengja í ferðinni.
– Sigurjón Ágústsson komst í undanúrslit í U16 Kat4 í Værlöse eftir góðan sigur gegn Valdemar Astrup 6-1 6-0, en tapaði svo gegn Ingimar í næstu umferð.
– Ingimar vann U16 Kat4 flokkinn í Værlöse með góðum sigri á Jonas Barslund(nr.79 í U16) 6-1 6-3.
– Hera stóð sig glæsilega í Kat3 kvennaflokki í Farum og komst alla leið í undanúrslit eftir góðan sigur gegn Linnea Fristam(nr.20 í U14) 7-5 6-0, en þurfti svo að lúta í lægra haldi gegn Emilie K.S. Hansen(nr.10 í U14) 6-2 6-2.
– Bjarki Sveinsson tapaði 6-3 6-3 í úrslitum í U18 Kat4 gegn Jacob Strabo(nr.82 í U18)
– Birkir fór svo aftur á kostum í seinni vikunni og sigraði bæði mótin. Í úrslitum í Kat3 karlaflokki í Farum sigraði hann Nikolaj Adamsen(nr.265 í karlaflokki) 6-3 6-3, eftir að hafa mætt Rafni Kumar í íslenskum undanúrslitum og unnið 6-2 6-2.
– Í Kat2 karlaflokki í Værlöse sigraði hann Morten Larssen(nr.124 í karlaflokki) 6-3 6-2 í úrslitum.
– Rafn Kumar tapaði í undanúrslitum í Værlöse gegn Morten Larssen(nr.124 í karlaflokki) í æsispennandi leik 6-7(8), 7-6(5), 7-5, og var óheppinn að ná ekki að landa sigri.