Í fyrradag á Junior Davis Cup keppti Hinrik við Oleg Dovgan frá Úkraínu sem er númer 307 á heimslista alþjóðalega tennissambandsins (ITF) í 18 ára flokki. Hinrik var inni í öllum lotunum og vann u.þ.b. 20 stig í leiknum sem tapaðist þó 6-0 og 6-0.
Rafn Kumar keppti síðan við Marat Deviatirov frá Úkraínu sem er númer 67 á heimslistanum og fór sá leikur 6-0 og 6-2. Vel gert hjá Rafni að sækja sér 2 lotur á móti þessum erfiða andstæðingi.
Þeir félagar kepptu svo í tvíliðaleik við Kalyuzhny, sem er númer 176 á heimslistanum, og fyrrnefndan Dovgan frá Úkraínu og fór sá leikur 6-0 og 6-2 fyrir andstæðingunum. Gott hjá Hinrik og Rafni að fá 2 lotur á móti þessum sterku andstæðingum en báðar uppgjafarlotur Hinriks í seinna setti heppnuðust vel í þessum leik, þannig að eftirleikurinn varð auðveldari.
Í gær kepptu þeir félagar svo við Bosníu Hersegóvinu. Hinrik keppti við Nernan Fatic sem er númer 1712 á heimslistanum og fór sá leikur 6-0 og 6-0. Hinrik vantaði herslumuninn á að sækja sér lotur en hann átti þrisvar sinnum góða möguleika á því.
Rafn Kumar keppti síðan við Patrik Jovanovic sem er númer 839 á heimslistanum og fór sá leikur 6-0 og 6-1. Góður árangur hjá Rafni.
Lykilatriði í keppni á móti svona sterkum andstæðingum er að slá uppgjafarlotur sínar inn og það með krafti og klókindum til þess að eiga möguleika á auðveldari stigum en ella, þar sem andstæðingurinn á þessu getustigi er öllu vanur.