3-0 tap gegn sterku liði Grikklands

Allir leikmenn íslenska landsliðsins spiluðu í gær

Ísland tapaði 3-0 gegn gríðasterku liði Grikklands á Davis Cup í gær.

Allir leikmenn íslenska landsliðsins spiluðu í gær. Birkir Gunnarsson og Andri Jónsson spiluðu einliðaleiki á móti númer 1 og 2 hjá Grikklandi. Andri Jónsson og Magnús Gunnarsson spiluðu tvíliðaleik á móti leikmönnum númer 3 og 4 hjá Grikklandi.

Andri Jónsson spilaði fyrsta leikinn á móti næst sterkasta leikmanni Grikklandi Theodoros Angelinos sem er númer 858 á heimslistanum. Andri tapaði 6-0 og 6-1.

Í öðrum leiknum tapaði Birkir Gunnarsson á móti sterkasta leikmanni Grikkland Paris Gemouchidis 6-0 6-1 sem er númer 64.

Í tvíliðaleiknum töpuðu Magnús Gunnarsson og Andri Jónsson 6-2 6-3 gegn Markos Kalovelonis sem er númer 1314 í heiminum og George Giotopoulos , en spiluðu þó mjög vel og óheppnir að næla sér ekki í fleiri lotur þar sem þeir voru vel inn í leiknum allan tímann.

Ísland mun því spila við Möltu í dag í sannkölluðum úrslitaleik þar sem bæði lið eru með 0 stig eftir fyrstu tvær viðureignir. Grikkland mun hins vegar spila við Noreg um laust sæti í undanúrslitum.