Raj fyrstur Íslendinga til að dæma atvinnumannaleik í tennis

Raj ásamt Jake Garner (ITF Grand Slam dómara) og Enric Molina (ITF Dómara sviðsstjóra)

Raj K. Bonifacius er staddur á ITF Level 2 dómaranámskeiði á Madrid, Spáni. Þar hefur hann öðlast svokallað “white badge” réttindi sem umsjónadómari (tournament referee), stóladómari(chair umpire) og yfirdómari (chief of umpires).

Hann dæmdi tvo leiki á atvinnumannamóti nú um helgina á Spain F41 Futures móti og varð þar með fyrstur Íslendinga til að dæma atvinnumannaleik í tennis.