Mótskrá fyrir 5.Stórmót TSÍ 22.-24.október

5.Stórmót TSÍ hefst á morgun laugardaginn, 22.október og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki og barnaflokkum 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og mini tennis.

Mótskrá má sjá hér

Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2001 og síðar) verður á mánudaginn, 24.október og hefst kl 14:30.

Verðlaunaafhending fer fram strax eftir úrslitaleik í ITN styrkleikaflokki einliða sem hefst mánudaginn 24.október kl. 16:00.

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
■ 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
■ 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
■ 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
■ 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og skokka/teygja.

Mótstjórar:
Jónas Páll Björnsson s. 699-4130, netfang: jonas@tennishollin.is
Grímur Steinn Emilsson s.564-4030, netfang: grimurse@hotmail.com