Mótskrá – 6.Stórmót TSÍ

6.Stórmót TSÍ hefst á morgun föstudaginn, 18.nóvember og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki og barnaflokkum 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og mini tennis.

Mótskrár má sjá  hér fyrir neðan:

Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2001 og síðar) verður á mánudaginn, 24.október og hefst kl 14:30. Öllum krökkum sem langar til að taka þátt í Mini tennismótinu geta mætt á mánudaginn kl 14:20.

Verðlaunaafhending og pizzapartý fer fram strax eftir úrslitaleik í ITN styrkleikaflokki einliða sem hefst mánudaginn 21.nóvember kl. 16:00.

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
■ 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
■ 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
■ 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
■ 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Dómarahappadrætti
Dómarahappadrætti verður á mótinu með yfir 15  vinningum frá Wilson, Head, Luxilon og Tournagrip. Hægt er að dæma á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 18.nóvember frá kl 18:30
  • Laugardaginn 19.nóvember frá kl 8:30
  • Sunnudaginn 20.nóvember frá kl 10:30
  • Mánudaginn 21.nóvember frá kl 14:30

Fyrir hvern leik sem þú dæmir færðu einn happadrættismiða þannig að því fleiri leiki sem þú dæmir því fleiri miða færðu. Þeir sem dæma á mini tennismótinu sem er á mánudaginn frá kl 14:30-16:30 fá þrjá miða ef þeir dæma allan tímann.

Léttar og ljúfar veitingar
Hægt verður að kaupa léttar og ljúffengar veitingar á mótinu á vægu verði hjá foreldrafélagi yngri keppnisstúlkna í TFK.

Mótstjóri:
Raj K. Bonifacius s. 820-0825, netfang: tennis@tennis.is