Íslandsmóti utanhúss lauk í gær

Verðlaunahafar í meistaraflokki karla ásamt Helga formanni. F.v. Arnar (1.sæti), Raj (2.sæti), Helgi formaður og Birkir (3.sæti)

Íslandsmóti utanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í öðlingaflokkum ásamt lokahófi og verðlaunaafhendingu sem var haldið í Þróttaraheimilinu. Íslandsmótið tókst vel og voru veðurguðirnir okkur hliðhollir þrátt fyrir smá rigningu í gær. Ágætis þátttaka var í mótinu en hefði þó mátt vera meiri.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitahafa í öðlingaflokkum:

Karlar 30+ einliða – Ólafur Helgi Jónsson
Karlar 30+ einliða B-flokkur – Ólafur Guðmundsson
Konur 30+ einliða – Karítas Gunnarsdóttir
Karlar 40+ einliða – Anthony Mills
Karlar 40+ einliða B-flokkur – Hilmar Gunnarsson
Karlar 50+ einliða – Sævar Tjörvason
Karlar 30 og 40+ tvíliða – Anthony Mills og Bjarni Jóhann Þórðarsson
Tvenndarleikur – Halla Þórhallsdóttir og Sigurður Arnljótsson

Öll úrslit í öðlingaflokkum má sjá hér.

Bragi L. Hauksson var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir.

Hér eru myndir frá verðlaunaafhendingunni:
http://s1232.photobucket.com/albums/ff361/blh24/Islandsmot_tennis_2011_verdlaun/

Hér eru  myndir frá keppni í öðlingaflokki:
http://s1232.photobucket.com/albums/ff361/blh24/Islandsmot_i_tennis_2011_odlingar/

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir fjórfaldur Íslandsmeistari

Verðlaunahafar í tvíliðaleik öðlingaflokki ásamt Steinunni Garðarsdóttir mótstjóra