Raj sigraði í einliðaleik á Víkingsmótinu

Rafn Kumar og Raj

Víkingsmótið fór fram 8.-10. júlí síðastliðinn. Raj K. Bonifacius sigraði son sinn Rafn Kumar Bonifacius í úrslitaleiknum 6-3 6-0 í ITN styrkleikaflokki einliða. Í þriðja sæti varð Hinrik Helgason sem sigraði Sverri Bartolozzi 6-3 6-2 í leik um þriðja sætið. Ingimar Jónsson sigraði í ITN styrkleikaflokki einliða B-keppni.

Í tvíliðaleik sigruðu feðgarnir Raj og Rafn Kumar þá Hinrik Helgason og Sverri Bartolozzi 6-2 6-1.

Öll úrslit úr Víkingsmótinu má sjá hér.

Verðlaunahafar á Víkingsmótinu