Bonifacius feðgar sigursælir í San Diego

Íslensku feðgarnir Raj og Rafn Kumar Bonifacius voru sigursælir á móti sem fram fór á vegum Bandaríska Tennissambandsins í La Jolla San Diego í Kaliforníu og lauk nú síðustu helgi.

Feðgarnir kepptu í tvíliðaleik feðga og unni alla sína leiki örugglega þar til í  úrslitaleiknum. Þá unnu þeir fyrsta settið, 6-1, en töpuðu seinni tveimur 3-6 og 4-6, og urðu því í öðru sæti. Á leið sinni upp riðla að úrslitaleiknum mættu þeir m.a. Schiller feðgum, en þeir urðu í 3. sæti á síðasta Bandaríkjameistaramóti.

Raj var sigurvegari mótsins í flokki öðlinga 40 ára og eldri, og lagði Ástralann Paul Tracey örugglega í úrslitum, 6-4, 6-4.