Raj og Rafn Kumar mætast í úrslitum kl 16:30 í dag á 4.Stórmóti TSÍ

Feðgarnir Raj og Rafn

4. stórmóti TSÍ lýkur i dag í Tennishöll Kópavogs með úrslitaleik í meistaraflokki karla kl 16:30. Þar mætast í úrslitum Raj Bonafacius og Rafn Kumar Bonafacius báðir úr Tennisdeild Víkings. Raj sigraði Sveriir Bartolozzi Tennisdeild UMFÁ í undanúrslitum 6-0 og 6-0. Rafn Kumar sigraði Vladimir Ristic Tennisfélagi Kópavogs í undanúrslitum 6-2 og 6-3.

Búast má við spennandi leik í dag hjá feðgunum Raj og Rafn Kumar.

Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn.