Month: May 2011
Arnar og Iris hársbreidd frá því að komast áfram í tvenndarleik
Arnar Sigurðsson og Iris Staub féllu naumlega úr leik í tvenndarleik á Smáþjóðaleikunum í dag. Þau voru mjög óheppin með dráttinn þar sem þau lentu á móti besta tvenndarparinu í fyrstu umferð. Þau kepptu á móti Claudine Schaul og Mike Vermeer frá Lúxemborg. Schaul og
Iris og Birkir féllu úr leik í einliðaleik
Fyrsti keppnisdagur í tennis á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag. Iris Staub og Birkir Gunnarsson féllu bæði úr leik í einiliðaleik í dag. Iris tapaði 6-1 6-1 á móti Elenu Jetcheva frá Möltu. Iris átti góðan leik gegn Elenu og náði upp ágætis spili en
Skemmtimót Þróttar 2.júní 2011 uppstigningardag
Skemmtimót verður haldið á tennisvöllum Þróttar á fimmtudaginn kemur, 2. júní. Spilaðir eru stuttir tvíliðaleikir og skipt oft um meðspilara og mótherja. Unnar lotur hvers og eins eru taldar saman í lokin, en aðalatriðið að vera með. Allir eru hvattir til að vera með, jafnt byrjendur
Íslenska landsliðið komið til Liechtenstein á Smáþjóðaleikana
14. Smáþjóðaleikar Evrópu hefjast í dag í Liechtenstein og stendur keppnin fram á laugardag. Keppt er í 10 íþróttagreinum að þessu sinni og þar á meðal tennis. Keppt er í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik en þetta er í fyrsta sinn í sögu Smáþjóðaleikanna sem keppt
Mótaröð sumarsins
Nú er sumartímabilið í tennis að hefjast og tennisklúbbarnir farnir að opna útivelli sína. TSÍ mun halda Íslandsmót utanhúss í ágúst auk þess sem það mun halda tvö Evrópumót í byrjun júní. Einnig munu nokkrir tennisklúbbar halda mót í sumar á sínum útivöllum. Mótaröð sumarsins:
Grunnstigs þjálfaranámskeið TSÍ – 28.-29.maí 2011
Grunnstigs þjálfaranámskeið Tennissamband Íslands verður haldið 28.-29. maí næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjaveg 6, 104 Reykjavík, 3.hæð salur C og á Tennisvöllum Víkings, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík. Kennarar á námskeiðinu eru tennisþjálfararnir Jón Axel Jónsson (s.659-7777) og Raj K. Bonifacius (s.820-0825). Lágmarksaldur
Úrslit úr 4.Stórmóti TSÍ
4.Stórmóti TSÍ lauk 9.maí síðasliðinn. Raj K. Bonifacius sigraði í meistaraflokki karla og Kristín Hannesdóttir í meistaraflokki kvenna. Óliver Adam Kristjánsson sigraði í 12 ára og yngri strákar og Heba Sólveig Heimisdóttir í 12 ára og yngri stelpur. Í 10 ára og yngri barna sigraði
Ísland endaði í 7-8.sæti á Davis Cup
Ísland lauk þátttöku á Davis Cup í gær með 1-2 ósigri gegn Armeníu um 5.-6. sætið. Jón Axel Jónsson spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Daniil Proskura og tapaði 1-6 0-6. Í öðrum einliðaleiknum spilaði Arnar Sigurðsson á móti Torgom Asatryan. Arnar átti góðan leik og
3-0 tap gegn gríðarsterku liði Moldavíu
Íslenska karlalandsliðið tapaði 3-0 gegn gríðarsterku liði Moldavíu á Davis Cup í dag. Allir leikmenn íslenska landsliðsins spiluðu í dag. Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson spiluðu einliðaleiki á móti númer 1 og 2 hjá Moldavíu. Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson spiluðu tvíliðaleik á móti
ITN tvíliðaleikur á 4.Stórmóti TSÍ frestað um viku
Vegna Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva laugardagskvöldið 14.maí er keppni í ITN styrkleikaflokki tvíliða frestað til laugardagskvöldsins 21.maí.
Ísland sigraði Möltu 2-1 í dag
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í dag og sigraði Möltu 2-1. Arnar Sigurðsson spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland og sigraði Bradley Callus 6-1 og 6-1. Andri Jónsson spilaði næsta leik og tapaði fyrir Matthew Asciak (nr. 1766 í heiminum) 2-6 1-6. Staðan því
Raj sigraði örugglega á 4.Stórmóti TSÍ
4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleik í einliðaleik ITN Styrkleikaflokks. Raj Bonifacius úr Tennisdeild Víkings lagði son sinn Rafn Kumar Bonifacius einnig úr Tennisdeild Víkings örugglega 6-1 og 6-2 í úrslitaleiknum. Þetta er í annað skiptið á árinu sem feðgarnir mætast í úrslitum á stórmóti