Raj er elsti tennisspilari til að vinna leik í Davis Cup árið 2010

Raj K. Bonifacius

Íslenski landsliðsmaðurinn Raj K. Bonifacius komst í sögubækur ITF nú á dögunum. Raj sem verður 42 ára gamall á árinu, var elsti tennisspilari til að vinna leik á Davis Cup árið 2010. Yngsti tennisspilarinn til að vinna leik á Davis Cup árið 2010 var Aleksandr Ernepesov frá Túrkemistan, sem var 15 ára og 53 daga gamall þegar hann vann.