Rafn Kumar sigraði á 2.Stórmóti TSÍ

Davíð Halldórsson og Rafn Kumar Bonifacius

2. Stórmót TSÍ 2011 lauk í gær. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði Davíð Halldórsson úr Tennisfélagi Kópavogs örugglega 6-2 6-0 og landaði þar með sínu fyrsta TSÍ stórmóti í opnum ITN flokki í einliðaleik. Leikurinn var frekar jafn í byrjun, en þegar staðan var 2-2 setti Rafn Kumar í næsta gír og tapaði ekki lotu.Jón-Axel sigraði svo Kjartan Pálsson 6-2 6-0 í leiknum um þriðja sætið.

Ívan Kumar Bonifacius, bróðir Rafns, stóð sig gríðarlega vel í barnaflokkum og sigraði mjög örugglega í Mini tennis keppninni(Arna Heimisdóttir 2.sæti) og í 10 ára og yngri flokknum. Í 12 ára og yngri strákaflokknum var spilaður sannkallaður dauðariðill þar sem 3 leikmenn(Ívan, Óliver og Róbert) enduðu allir með jafnmörg stig og því litið á unnar/tapaðar lotur og stóð Ívan Kumar Bonifacius aftur uppi sem sigurvegari. Sara Lind Þorkellsdóttir lenti í 2.sæti í 10 ára og yngri flokknum, en þar sem hún var eina stelpan í flokknum var hún sigurvegari 10 ára og yngri stelpna. Í 12 ára og yngri stelpuflokknum, sem var stærsti barnaflokkur mótsins, stóð Anna Soffía Grönholm uppi sem sigurvegari þar sem hún sigraði Heklu Maríu Oliver 6-1 í úrslitaleiknum.

Öll úrslit má sjá hér.