Sökum mikillar þátttöku á Íslandsmótinu innanhúss í lok mars síðastliðinn lauk tvíliðaleikskeppninni ekki fyrr en nú um helgina.
Í tvíliðaleik karla sigruðu landsliðsmennirnir Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Leifur Sigurðarson þá feðga Raj Kumar Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í hörkuleik 9-6.
Í úrslitaleik í tvíliðaleik kvenna kepptu landsliðskonurnar Sandra Dís Kristjánsdóttir og Sigurlaug Sigurðardóttir báðar úr Tennisfélagi Kópavogs á móti Hrafnhildi Hannesdóttur og Rakel Pétursdóttir báðar úr Tennisdeild Fjölnis. Leikurinn var mjög jafn og spennandi en endaði á því að Sandra Dís og Sigurlaug sigruðu 10-8.
Í tvenndarleik sigruðu gömlu kempurnar Davíð Halldórsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hrafnhildur Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis þau Eirdísi Heiði Chen Ragnarsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis og Ástmund Kolbeinsson úr Tennisfélagi Kópavogs 9-6.
Nánari úrslit í tvíliða- og tvenndarleik á Íslandsmótinu innanhúss má sjá hér.