Tvö Evrópumót unglinga verða haldin á Íslandi í sumar

Tvö Evrópumót unglinga verða haldin á Íslandi í sumar á vegum Tennissamband Íslands innan Evrópumótaraðar unglinga. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik á báðum mótunum.

Kópavogur Open verður haldið í annað skipti en það var fyrst haldið í fyrra.

Kópavogur Open U14
Forkeppni 29.-30. maí 2010
Aðalkeppni 31.maí – 6. Júní 2010

Þetta er 11.árið í röð sem Icelandic Coca Cola mótið er haldið á Íslandi.

Icelandic Coca Cola Open U16
Forkeppni 5.-6. júní 2010
Aðalkeppni 7.-13. júní 2010

Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik.