Íslandsmeistarar seinni ára

Systkynin Arnar og Sigurlaug Sigurðarbörn eru sigursælasta tvenndarleiksparið í gegnum tíðina

Tennissamband Íslands hefur tekið saman Íslandsmeistara frá upphafi í öllum greinum, þ.e. einliða-. tvíliða og tvenndarleik fyrir  karla og konur í meistaraflokki. Hægt er að nálgast þá samantekt hér.

Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs hefur langoftast orðið Íslandsmeistari eða samtals 34 sinnum og 7 sinnum orðið þrefaldur Íslandsmeistari. Næst á eftir honum koma Hrafnhildur Hannesdóttir úr Fjölni með 19 titla, Margrét Svavarsdóttir með 16 titla og Einar Sigurgeirsson með 15 titla.

Sigursælustu tvíliðaleikspörin í gegnum árin eru:

  • Arnar Sigurðsson og Davíð Halldórsson sem hafa unnið 9 titla saman í tvíliðaleik karla
  • Hrafnhildur Hannesdóttir og Stefanía Stefánsdóttir sem hafa unnið 5 titla saman  í tvíliðaleik kvenna
  • Systkynin Arnar og Sigurlaug Sigurðarbörn sem hafa unnið 4 titla saman í tvenndarleik

Einnig hefur verið safnað saman upplýsingum um tenniskonu og tennismann ársins frá upphafi sem má sjá hér.