Month: October 2009
Árshátíð TSÍ verður haldin 28.nóvember næstkomandi
Árshátíð Tennissamband Íslands verður haldin 28.nóvember kl 18:00 í Veitingasal ÍSÍ, Engjavegi 6. Boðið verður upp á koníaksbætta sjávarréttasúpu ásamt nýbökuðu brauði í forrétt. Í aðalrétt er lambalæri með villisveppasósu, gratineruðum kartöflum og smjörsteiktu grænmeti. Gos með matnum er innifalið. Hægt verður að kaupa léttar
Keppni í tvíliðaleik á 4.Stórmóti TSÍ verður haldin á laugardaginn
Vegna mikillar þátttöku í 4.Stórmóti TSÍ síðustu helgi féll keppni í tvíliðaleik niður. Þess í stað verður keppt í tvíliðaleik næstkomandi laugardag 31.október frá kl 20:30 – 00:00. Þar sem tímasetning á keppni í tvíliðaleik breyttist þá þurfa keppendur að skrá sig aftur í mótið.
Raj sigraði Birki í úrslitaleik 4.Stórmóts TSÍ
Raj Bonifacius úr Víkingi sigraði Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitum á4. Stórmóti TSÍ sem lauk á mánudaginn. Raj sigraði Birki 6:2 og 6:3 í hörkuleik. Kjartan Pálsson úr Fjölni varð í þriðja sæti en Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs þurfti að gefa
4.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn
Fjórða Stórmót TSÍ vetrarins hefst núna á laugardaginn, 24.október. Vegna mikillar þáttöku er einungis unnt að keppa í einliðaleik um helgina og frestast tvíliðaleikurinn því um óákveðinn tíma. Það verður auglýst síðar hér á síðunni. Hægt er að sjá mótskrá hér. Míni tennismótið verður á mánudaginn,