4.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn

Fjórða Stórmót TSÍ vetrarins hefst núna á laugardaginn, 24.október.  Vegna mikillar þáttöku er einungis unnt að keppa í einliðaleik um helgina og frestast tvíliðaleikurinn því um óákveðinn tíma. Það verður auglýst síðar hér á síðunni. Hægt er að sjá mótskrá hér.

Míni tennismótið verður á mánudaginn, 26.okt. og hefst kl.14:30.

Þátttökgjald:

Einliðaleikur- 1.000 kr./míni tennis; 2.000 kr./fædd f. 1990;  2.500 kr./aðrir
Tvíliðaleikur – 1.000 kr./fædd f. 1990; 2.000 kr./aðrir

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

  • 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
  • 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
  • 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
  • 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og skokka/teygja.    Mótstjórann er  Raj K. Bonifacius sími 820-0825.