Árshátíð TSÍ verður haldin 28.nóvember næstkomandi

Árshátíð Tennissamband Íslands verður haldin 28.nóvember kl 18:00  í Veitingasal ÍSÍ, Engjavegi 6.  Boðið verður upp á koníaksbætta sjávarréttasúpu ásamt nýbökuðu brauði í forrétt. Í aðalrétt er lambalæri með villisveppasósu, gratineruðum kartöflum og smjörsteiktu grænmeti. Gos með matnum er innifalið. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á staðnum. Ýmislegt skemmtilegt verður á dagskrá og verður árið 2009 gert upp. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Aldurstakmark er 16.ára. Sjá auglýsingu hér.

Miðinn kostar 2.800 kr. Hægt er að kaupa miða í Tennishöllinni eða með því að leggja 2.800 kr. inn á reikning 0313-26-1139, kennitala 591288-1139. Hafa skal nafn og “árshátíð” sem skýringu. Síðasti dagur til að kaupa miða er 24.nóvember.

Tennisfólk fjölmennum á árshátíðina og skemmtum okkur saman. Allir velkomnir.