Árshátíð TSÍ!

  Árshátíð TSÍ og allra tennisáhugamanna verður haldin laugardaginn 8.apríl á Sæta Svíninu. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19.45 Eitísþema! Skráning er í Tennishöllinni og á vef TSÍ (tennissamband.is) Verð er kr. 4,500 á mann og er greitt við innganginn.

Áfram Ísland: Spennandi tímar fyrir afreksíþróttir!

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um

Sofia Sóley í undanúrslit í tvíliðaleik í 14 ára og yngri Þróunarmótinu

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið

14 ára og yngri landsliðið keppir á Þróunarmeistaramóti Evrópu

Tómas Andri Ólafsson úr Tennisfélagi Garðabæjar, Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Brynjar Sanne Engilbertsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar voru valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Þróunameistararmóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Mótið er haldið í Antalaya í Tyrklandi og stendur yfir

Capital Inn Reykjavik Open U16 verður haldið 6.-14.júní 2015

Capital Inn Reykjavík Open fyrir 16 ára og yngri verður haldið 6.-14.júní næstkomandi. Tennismótið er hluti af Evrópumótaröðinni fyrir 16 ára og yngri. Mótið verður haldið á Tennisvöllum Víkings, Traðarlandi 1 í Fossvoginum. CAPITAL INN REYKJAVÍK OPEN U16 tennismótið er opið fyrir stráka og stelpur