Sofia Sóley og Rafn Kumar Íslandsmeistarar í tennis 2017!

Íslandsmótinu í tennis lauk í dag í blíðskaparveðri á tennisvöllum Þróttar í Laugardal og Víkingsvöllum í Fossvogsdal. Mikil barátta og jafnir leikir voru í mótinu og sérstaklega í úrslitaleikjunum í einliðaleik.

Í meistaraflokki karla léku Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson. Rafn Kumar vann fyrsta settið 6-3 eftir að þeir höfðu spilað nokkuð jafnt í byrjun. Í öðru setti byrjaði Birkir sterkar en Rafn Kumar seig fram úr og náði að vinna settið 7-5. Þetta er þriðja árið sem Rafn Kumar vinnur Íslandsmeistaratitil í tennis utanhúss.

Í meistaraflokki kvenna léku Hera Björk Brynjarsdóttir og Sofia Sóley Jónasdóttir. Sofia Sóley vann leikinn nokkuð örugglega 6-1 og 6-3. Sofia Sóley er aðeins 14 ára og einn yngsti Íslandsmeistari í tennis frá upphafi.

Sjá umfjöllun um úrslitin hér:
RUV: Rafn Kumar og Sofia Sóley Íslandsmeistarar
Vísir: Sofia Íslandsmeistari í tennis aðeins fjórtán ára gömul | Rafn varði titilinn í karlaflokki

 

Úrslit í flokkum má sjá hér að neðan.

Meistaraflokkur kvenna einliða
1. Sofía Sóley Jónasdóttir
2. Hera Björk Brynjarsdóttir
3. Rán Christer

Meistaraflokkur karla einliða
1. Rafn Kumar Bonifacius
2. Birkir Gunnarsson
3. Egill Sigurðsson

Meistaraflokkur karla tvíliða
1. Einar Eiriksson og Egill Sigurðsson
2. Rafn Kumar Bonifacius og Ívan Kumar Bonifacius
3. Sigurjón Árnason og Samuel F. Úlfsson

Meistaraflokkur kvenna tvíliða
1. Hera Björk Brynjarsdóttir og Anna Soffia Grönholm
2. Sofia Sóley Jónasdóttir og Sara Lind Þorkelsdóttir
2. Rán Christer og Hekla Maria Jamila Oliver

Meistaraflokkur tvenndarleikur
1. Jónas Páll Björnsson og Sofia Sóley Jónasdóttir
2. Brynjar S. Engilbertsson og Sara Lind Þorkelsdóttir
3. Sigurjón Ágústsson og Rán Christer

30 ára karlar einliða
1. Jónas Páll Björnsson
2. Smári Antonsson
3. Rúrik Vatnarsson

30 ára karlar tvíliða
1. Daði Sveinsson og Jonathan Wilkins
2. Sigurður Arnljótsson og Helgi Hjartarson
3. Reynir Eyvindsson og Þrándur Arnþórsson

30 ára kvenna tvíliða
1. María Pálsdóttir og Hanna Jóna Skúladóttir
2. Inga Lind Karlsdóttir og Ólöf Loftsdóttir
3. Jennifer Kricker og Sigita Vernere

40 ára karlar einliða
1. Ólafur Helgi Jónsson
2. Ólafur Björn Guðmundsson
3. Thomas Beckers

50 ára karlar einliða
1. Reynir Eyvindsson
2. Óskar Knudsen
3. Þrándur Arnþórsson

18 ára stelpur einliða
1. Sofia Sóley Jónasdóttir
2. Anna Soffía Grönholm
3. Rán Christer

18 ára strákar einliða
1. Tómas Andri Ólafsson
2. Sigurjón Ágústsson

18 ára stelpur tvíliða
1. Anna Soffia Grönholm og Sara Lind Þorkelsdóttir
2. Georgina Athena Erlendsdóttir og Sofia Sóley Jónasdóttir
3. Rán Christer og Hekla Maria Jamila Oliver

16 ára stelpur einliða
1. Sofia Sóley Jónasdóttir
2. Sara Lind Þorkelsdóttir
3. Georgina Athena Erlendsdóttir

16 ára strákar einliða
1. Gunnar Eiriksson
2. Tómas Andri Ólafsson
3. Brynjar S. Engilbertsson

14 ára stelpur einliða
1. Berglind Fjölnisdóttir
2. Eva Diljá Arnþórsdóttir
3. Eydís Magnea Friðriksdóttir

14 ára strákar einliða
1. Tómas Andri Ólafsson
2. Óðinn Michael Atherton
3. Valtýr Páll Stefánsson

14 ára börn tvíliða
1. Eydís Magnea Friðriksdóttir og Daníel Wang Hansen
2. Eva Diljá Arnþórsdóttir og Svanborg Oddrúnardóttir

12 ára stelpur einliða
1. Eydís Magnea Friðriksdóttir
2. Íva Jovisic

12 ára strákar einliða
1. Óðinn Michael Atherton
2. Ómar Páll Jónasson

10 ára börn einliða
1. Ómar Páll Jónasson
2. Helga Grímsdóttir
3. Stefán Fjölnisson