Íslandsmeistaramótið í tennis 2017 – frábær spilamennska!

Íslandsmeistaramótið í tennis 2017 er í fullum gangi og mikil spenna á toppnum.

Smári Antonsson og Ólafur Helgi Jónsson að byrja leik í átta manna úrslitum í flokki 30 ára karla.

Í meistaraflokki kvenna leika í undanúrslitum Hera Björk Brynjarsdóttir við Rán Christer annars vegar og Sofia Sóley Jónasdóttir við Selmu Dagmar Óskarsdóttur hinsvegar. Mikil gróska er í kvennatennisnum og mikil barátta. Leikirnir hefjast kl. 13:00 á tennisvöllum Þróttar í Laugardalnum.

Í meistaraflokki karla leika í undanúrslitum Birkir Gunnarsson við Raj K. Bonifacius annars vegar og Rafn Kumar Bonifacius við Egil Sigurðsson hinsvegar. Það má búast við hörkuleikjum. Leikirnir hefjast kl. 12:00 á sama stað.

Úrslitaleikir í meistaraflokki kvenna og karla verða síðan leiknir á Sunnudaginn kl. 12:30.

Tennis á Íslandi er í mikilli uppsveiflu og viljum við hvetja ykkur til að koma og horfa á flottan tennis. Frábær tækifæri til að taka myndir og viðtöl við keppendur sem margir hverjir hafa æft stíft hérlendis sem erlendis.

Fjölmargir flokkar eru í boði fyrir keppendur á öllum aldri frá 10 ára og yngri og upp í 50 ára og eldri.

Skoða má úrslit og stöðu í einstökum flokkum hér.