WOW Air Open 14 ára og yngri og WOW Air Open 16 ára og yngri

Um páskana hélt Tennissamband Íslands í samstarfi við tennifélögin á Íslandi, Tennishöllina í Kópavogi og WOW Air tvö Evrópumót í tennis.

Mótin kláruðust um helgina:

Bæði mótin hétu WOW Air Open.  Fyrra mótið var fyrir 14 ára og yngri og seinna mótið var fyrir 16 ára og yngri.  Um tvö hundruð keppendur, þjálfarar og foreldrar og forráðamenn komu í Kópavoginn vegna mótsins.

Úrslit í einliðaleikjum

Í einliðaleik 14 ára og yngri stelpur sigraði Dasha Plekhanova frá Kanda Juliönu Carton frá Írlandi 5:7, 6:3, 6:2.

Dasha er þrátt fyrir ungan aldur með mikla keppnisreynslu og mikið baráttuþrek og sigraði nýlega frægt barnamót í Flórída Eddie Herr mótið.  Dasha er mjög alhliða leikmaður og nýtir alla möguleika en spilar einstaklega góðan varnarleik.

Í einliðaleik 14 ára og yngri strákar sigraði Ellis Short frá Bretlandi Cinke Aglossi frá Frakklandi 6:1,6:0.

Ellis er raðaður hátt á röðunarlista Evrópska Tennissambandsins eða nr 68 og hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum en hans erfiðasti leikur var í undanúrslitum á móti Colin Brunold frá Sviss en hann vann þann leik 6:3, 6:4.

Í einliðaleik 16 ára og yngri stelpur sigraði Daniela Glanzer frá Austurríki nöfnu sína og samlanda Danielu Boehm með nokkrum yfirburðum 6-1, 6-1.

Daniela Glanzer er mjög öflugur sóknarspilari en lenti í miklum erfiðleikum á leið sinni í úrslitin í undanúrslitum þar sem hún keppti við Döshyu Plekhanovu frá Kanada (sem sigraði fyrra mótið) og sigraði í mjög jöfnum leik 6:2, 1:6, 7:6.

Í einliðaleik 16 ára og yngri strákar sigraði Egor Trofimov frá Rússlandi Bernardo Gandara frá Portúgal 6.1, 6:4.  Egor er alhliða leikmaður sem þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í þessu móti því hann lenti í mörgum jöfnum leikjum í mótinu en hafði alltaf sigur.

 

Árangur íslendinga

Á mótunum kepptu íslendingarnir Alex Orri Ingvarsson TFK, Eliot Robertet TFK, Tómas Andri Ólafsson TFG, Sofia Sóley Jónasdóttir TFK, Georgina Athena Erlendsdóttir Fjölni og Sara Lind Þorkelsdóttir Víkingi.

Bestum árangri af íslendingunum náðu þau Alex Orri Ingvarsson og Sofia Sóley Jónasdóttir úr TFK.  Alex Orri komst í úrslit í B-keppni 16 ára og yngri drengjaflokki með sigri á Eliot Roberted 7-5, 7-5 í undanúrslitum.  Hann tapaði svo í úrslitum B keppninnar fyrir Ugnius Biskauskis frá Litháen 6:0, 6-1.

Sofia Sóley Jónsdóttir komst einnig í úrslit í B-keppni 16 ára og yngri í stúlknaflokki með sigri á Reginu Ristic North frá Bretland 6:3, 6:0.  Í úrslitum tapaði hún svo í mjög jöfnum leik á móti Önnu Lisu Kus frá Pólandi 6:3, 2:6, 7:5.

 

Úrslit í tvíliðaleik

Tvíliðaleikur stúlkur 14 ára og yngri
Dasha Plekhanova frá Kanada og Maria Popova frá Rússlandi sigruðu Elisabeth Illa og Aurelia Riga frá Eistlandi 6:3, 6:3.

Tvíliðaleikur stráka 14 ára og yngri:
Rodrigo Deleu frá Portúgal og Ellis Short frá Bretlandi sigruðu Viktor Paganetti frá Frakklandi og Lukas Phanthala frá Hong Kong 7-6, 6-4.

Tvíliðaleikur stúlkur 16 ára og yngri
Dasha Plekhanova frá Kanada og Aurelia Riga frá Eistlandi sigruðu Danielu Glanzer og Danielu Boehm frá Austurríki 6:0, 7:6.

Tvíliðaleikur strákar 16 ára og yngri
Otto Leikola frá Finnlandi og Maxime Navrothi frá Lúxemburg sigruðu Ugnius Biskauskis frá Litháen og Egor Trofimov frá Rússlandi 0:6. 6:3, 10-6.