Útbreiðslu- og fræðslustyrkur TSÍ

Stjórn TSÍ bárust umsóknir frá þremur aðildarfélögum vegna útbreiðslu- og fræðslustyrks TSÍ fyrir árið 2016. Allar umsóknirnar voru samþykktar og skiptist styrkur sem hér segir:
  • Tennisdeild KA – kr. 100.000
  • Tennisdeild Víkings – kr. 50.000
  • Tennisdeild Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur – kr. 50.000

 

 

Í fjárhagsáætlun TSÍ fyrir 2017 hefur verið gert ráð fyrir stóraukinni fjármögnun til að styrkja félögin í útbreiðslu og kynningarmálum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og rennur frestur út 8. maí 2017.
Vonast er til að aukið fjármagn í útbreiðslu og fræðslu skili í sér í auknum áhuga og fjölgun ungra tennisleikara.