Árshátíð TSÍ 2.apríl 2016

Árshátíð TSÍ verður haldin laugardaginn 2.apríl á Sólon, 2.hæð. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19.45. Auglýsinguna má sjá hér.
Verðlaun fyrir flottasta hattinn!

Verð er kr. 4.500 á mann og er greitt við innganginn.
Aldurstakmark er 18 ára. (en ekki 16 ára eins og fram kemur í auglýsingunni)

Matseðill
Forréttur
Melóna með parmaskinku, rucolasalati og parmesanosti

Aðalréttur
Grilluð kjúklingabringa með steiktu grænmeti, bakaðri kartöflu og rjómapiparsósu

Eftirréttur
Súkkulaðimús með vanillukremi og ávöxtum

Skráning er í Tennishöllinni og hér fyrir neðan.

Listi yfir skráða má sjá hér.