Frábær sigur gegn Albaníu – Ísland endaði í 13.sæti

Ísland lauk þátttöku á Davis Cup með sigri í síðasta leik

Ísland lauk þátttöku á Davis Cup með sigri í síðasta leik

Ísland lauk þátttöku í Davis Cup með glæsilegum sigri gegn Albaníu í dag. Ísland sigraði örugglega 3-0.

Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 4 hjá Albaníu, Mario Zili. Rafn Kumar sigraði auðveldlega 6-1 og 6-0.

Birkir Gunnarsson spilaði á móti leikmanni númer 2 hjá Albaníu, Flavio Dece. Birkir sigraði örugglega 6-2 og 6-3.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir og Vladmir Ristic á móti Genajd Shypheja og Arber Sulstarova sem eru númer 1 og 3 hjá Albaníu. Birkir og Vladimir sigruðu 6-1 og 6-4. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Vladimir á Davis Cup.

Birkir og Vladimir spiluðu saman tvíliðaleik í dag gegn Albaníu

Birkir og Vladimir spiluðu saman tvíliðaleik í dag gegn Albaníu

Frábær sigur hjá okkar mönnum sem enduðu þar með í 13.sæti á mótinu. Kýpur og Eistland sigruðu mótið og fara því upp um deild og spila í 2.deild á næsta ári.