Ísland lauk þátttöku sinni í dag á Davis Cup með því að spila við Liechtenstein um 9.-12.sætið. Leiknum lauk 2-1 Liechtenstein í vil.
Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4 fyrir Ísland spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Glan-Carlo Besimo sem spilar númer 2 fyrir Liechtenstein. Birkir sigraði örugglega 6-2 og 6-0.
Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn Kumar Bonifacius, sem spilar númer 3 fyrir Ísland á móti Vital Flurin Leuch sem spilar númer 1 fyrir Liechtenstein. Rafn Kumar sigraði fyrsta settið 6-3 en tapaði seinni tveimur settunum 6-3 og 6-2.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir og Rafn Kumar á móti Glan-Carlo Besimo og Vital Flurin Leuch sem spila númer 1 og 2 fyrir Liechtenstein. Liechtenstein strákarnir höfðu betur og sigruðu leikinn 6-3 og 6-4.
Noregur og Georgía urðu í 1. og 2.sæti og fara því upp um deild og spila í 2.deild Evrópu/Afríku riðils á næsta ári.