Ísland hefur keppni á Smáþjóðaleikunum á Íslandi á morgun og spila bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna. Keppt er í Tennishöllinni Kópavogi.
Birkir Gunnarsson keppir fyrsta leik fyrir Ísland á móti Bradley Callus frá Möltu klukkan 10 í fyrramálið. Rafn Kumar Bonifacius spilar næsta leik kl 11 á móti Laurent Recouderc frá Andorru. Stelpurnar keppa báðar í einliðaleik klukkan 12 á morgun. Anna Soffia Grönholm spilar við Katrina Sammut frá Möltu og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir spilar á móti Judit Cartana Alana frá Andorru.
Eftir hádegi er keppt í tvíliðaleik karla og kvenna. Klukkan 13:30 keppa Birkir og Rafn Kumar á móti Poux Gautier og Laurent Recouderc frá Andorru í tvíliðaleik karla. Í tvíliðaleik kvenna keppa Anna Soffía og Hjördís Rósa á móti Elaine Genovese og Katrina Sammut fra Möltu klukkan 14:30.
Tvenndarleikur verður svo spilaður seinna í vikunni.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Mótskrár má sjá hér fyrir neðan: