Ísland lauk þátttöku sinni á Fed Cup í dag með 0-3 ósigri gegn Kýpur.
Í fyrri einliðaleiknum spilaði Anna Soffia Grönholm á móti leikmanni númer 3 hjá Kýpur Andria Tsaggaridou. Anna Soffia tapaði 6-2 og 6-0. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir spilaði seinni einliðaleikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 1 hjá Kýpur Maria Siopachi. Hjördís Rósa laut í lægra haldi 6-0 og 6-2.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Anna Soffia Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir á móti Eliza Omirou og Atlanta Patsali númer 2 og 4 hjá Kýpur. Íslensku stelpurnar töpuðu 6-1 og 6-0.
Ísland endaði þar með í 11.-12. sæti á mótinu. Írland og Eistland voru í tveimur efstu sætunum og fara því upp um deild.