Í dag kl 16 fara fram úrslitaleikir á 1. Stórmóti TSÍ í ITN styrkleikaflokki í karla- og kvennaflokki í Tennishöllinni Kópavogi.
Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Sverrir Bortolozzi úr Tennisdeild UMFÁ keppa til úrslita í karlaflokki. Í undanúrslitum keppti Rafn Kumar á móti Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs og sigraði hann 6-7,7-5,7-5 í hörkuleik. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sverrir og Hinrik Helgason úr Tennisfélagi Kópavogs. Sverrir sigraði Hinrik 6-1 og 6-3. Vladimir og Hinrik keppa um því um 3.sætið í dag kl 16.
Í kvennaflokki mætast Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar.
Í úrslitaleik tvíliða ITN Styrkleikaflokks kepptu Rafn Kumar Bonifacius og Vladmir Ristic á móti Ástmundur Kolbeinssyni og Hinrik Helgasyni. Rafn Kumar og Vladimir sigruðu í spennandi leik 3-6,6-1 og 11-9. Anna Soffia og Hjördís Rósa urðu í 3.sæti með sigri á Ingimar Jónssyni og Kára Hrafn Ágústsssyni 6-1 og 6-3.