Skólakynningar í september

Merki Tennissambands Íslands

Merki Tennissambands Íslands

Tennissamband Íslands hefur ákveðið að styrkja tennisfélögin til að halda skólakynningar í grunnskólum í september á þessu ári. Hvert félag getur fengið styrk að upphæð kr. 20.000. Þau félög sem vilja nýta sér þennan styrk þurfa að senda yfirlit yfir skólakynningarnar til raj@tennissamband.is með upplýsingum um kennitölu og bankanúmer.

Stjórn TSÍ