Íslandsmót utanhúss 4.-15.ágúst 2010

Stærsta mót sumarsins, Íslandsmótið utanhúss verður haldið 4. – 15. ágúst næstkomandi á tennisvöllum Tennisfélag Kópavogs. Meistaraflokkur verður haldinn 4. – 8. ágúst og barna- og öðlingaflokkar verða haldnir 11. – 15. ágúst. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Einliðaleikur

  • Mini tennis (fædd 2000 eða seinna)
  • Börn 10 ára og yngri
  • Strákar/Stelpur 12 ára og yngri
  • Strákar/Stelpur 14 ára og yngri
  • Strákar/Stelpur 16 ára og yngri
  • Strákar/Stelpur 18 ára og yngri
  • Karla/Kvenna Meistaraflokkur
  • Karlar/Konur 30 ára +
  • Karlar/Konur 40ára +

Tvíliðaleikur

  • Krakkar 14 ára og yngri
  • Krakkar 18 ára og yngri
  • Karla/Kvenna Meistaraflokkur
  • Karlar/Konur 30 ára+
  • Karlar/Konur 40 ára+

Tvenndarleikur

  • Meistaraflokkur
  • 30 ára+

Hægt er að skrá sig hér á síðunni og upp í Tennishöll. Skráningu lýkur sunnudaginn 1. ágúst kl 18:00. Mótskrá verður svo birt á hér á síðunni 2. ágúst.

Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst.

Þátttökugjald:
Barnaflokkar: Einliðaleikur 1.000 kr. (mini tennis); 2.000 kr. aðrir (1.000 kr. hver aukagrein); Tvíliðaleikur 1.000 kr./mann
Aðrir flokkar: Einliðaleikur 3.000 kr; Tvíliða/Tvenndarleikur 2.000 kr./mann

Mótsgjald skal greiða mótstjórum fyrir fyrsta leik.

Mótstjórar:
Meistaraflokkar
Raj K. Bonifacius s. 820-0825 motstjori@tennis.is
Barna- og öðlingaflokkar Andri Jónsson 866-4578 andrijo@hotmail.com