Íslenska Kvennalandsliðið vann fyrsta leikinn sinn á heimsmeistarmótinu í liðakeppni í dag gegn Azerbaidsjan. Ísland var mun betra liðið og sigraði örugglega 3-0 íviðureignum. Anna Soffía Grönholm spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd slands gegn Ulviyya Suleymanova. Anna spilaði virkilega vel og sigraði örugglega 6-1 6-0. Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr.1 einliðaleikinn gegn Lala Eyvazova. Sofia spilaði flottan tennis í fyrra settinu og vann 6-0 en missti svo aðeins dampinn í seinna settinu og lenti 3-2 undir en náði að finna taktinn aftur og kom til baka og sigraði 6-3. Í tvíliðaleiknum kepptu þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir fyrir Íslands hönd gegn þeim Khadija Jafarguluzade og Ulviyya Suleymanova. Bryndís og Eygló yrjuðu dáldið brösuglega og létu brjóta sig í fyrstu lotu. Þeim tókst að halda góðri einbeitingu og eftir að þær fundu taktinn og brutu tilbaka sigldu þær lignan sjó og sigruðu mjög örugglega 6-2 6-0. Frábær byrjun hjá þeim Bryndísi og Eygló sem voru að spila sinn fyrsta landsleik fyrir hönd íslands!
Fyrsti sigur á mótinu hjá Íslenska liðinu því orðinn að veruleika og á sama tíma tryggðum við okkur öruggt sæti í riðlaumspilinu sem fer fram á laugardaginn. Á morgun keppir Íslenska liðið fjórða leikinn sinn gegn heimamönnum í Makedóníu kl.8:00 á íslenskum tíma. Hægt er
að fylgjast með stöðu leikja í beinni á eftirfarandi slóð: https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!