Tap gegn Moldavíu á Billie Jean King Cup

Íslenska Kvennalandsliðið keppti fyrsta leikinn sinn í dag gegn sterku liði Moldavíu. Anna Soffía Grönholm spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn reynsluboltanum Danielu Ciobanu sem var á sínum tíma nr.700 í heiminum. Hún tapaði 6-1 6-0 en átti þó fínar rispur og náði að alveg að stríða henni á köflum.  Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr.1 einliðaleikinn gegn Ecaterina Visnevscaia sem er nr 1288 í dag en var sem hæst nr. 523 á heimslistanum. Sofia tapaði 6-0 6-0 en var óheppinn að taka ekki nokkrar lotur þar sem margar þeirra voru mjög
jafnar.  Í tvíliðaleiknum kepptu Sofia og Anna á móti Liu Belibova og Arinu Gamretkaia. Þetta var virkilega flottur leikur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn karakter flotta takta sem vann sig hægt og rólega inní leikinn eftir að hafa tapað fyrsta settinu 6-2. Annað settið var galopið og hefði auðveldlega getað dottið okkar megin en tapaðist 6-4 á endanum. Erfiður fyrsti dagur á leirvöllunum en þó margt jákvætt hægt að taka frá honum og leikmenn vanari undirlaginu með hverjum deginum.
Á morgun keppir Íslenska liðið gegn Albaníu kl.8:00 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með stöðu leikja í beinni á ftirfarandi slóð: https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!