Þjálfarar! Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara!!
Hvernig getum við sem þjálfarar mótað umhverfi sem styður best við framfarir okkar íþróttafólks? Kenneth Larsen, landsliðsþjálfari Badmintonsambands Íslands er reyndasti badmintonþjálfari Evrópu með yfir 45 ára reynslu í þjálfun afreksfólks á alþjóðavettvangi . Kenneth heldur erindi þann 21. mars n.k. Erindið mun fara fram á ensku.
📍 Staðsetning: Fundarsalur C – ÍSÍ, ókeypis þátttaka og athugið takmarkað pláss!
⏰ Tími: 21. mars kl. 13:00-15:00
🔹 Hvað gerir námsumhverfi íþróttafólks árangursríkt?
🔹 Af hverju dugar ekki að fylgja aðeins fyrirmælum þjálfarans?
🔹 Hvernig getur sjálfstætt nám og endurgjöf aukið innri hvata og frammistöðu?
Hefðbundin þjálfun byggir oft á einhliða samskiptum þar sem íþróttafólk fær einfaldlega fyrirmæli. En rannsóknir sýna að betri árangur næst þegar leikmenn eru virkir þátttakendur í eigin þjálfun, læra að greina eigin frammistöðu og nýta mistök sem tækifæri til vaxtar.
Kenneth Larsen mun útskýra hvernig þjálfarar geta beitt þessari nálgun í starfi sínu og hvernig hún stuðlar að sterkari, sjálfstæðari og betur undirbúnum íþróttamönnum.
Nánar um Kenneth:
Kenneth hefur starfað sem landsliðsþjálfari í Danmörku, Íslandi, Ítalíu og Grænlandi og hefur þjálfað suma af bestu badmintonspilurum heims. Hann er einnig höfundur þjálfunarefnis fyrir Alþjóðabadmintonsambandið og fyrrverandi stjórnarmaður í bæði Badminton Denmark og Team Denmark.