Tennisþing 2025 verður haldið klukkan 13:00 þann 5. apríl 2024 í fundarsal C hjá ÍSÍ í Laugardal eins og áður hefur verið auglýst.
Dagskrá tennisþingsins verður með hefðbundnu sniði. Athugið að engar tillögur hafa borist stjórn varðandi liði 7 og 8.
Lögbundin störf tennisþings eru:
- Þingsetning.
- Kosnir fastir starfsmenn þingsins.
- Kosnar fastar nefndir: Kjörbréfanefnd. Fjárhagsnefnd. Laga- og leikreglnanefnd. Allsherjarnefnd. Kjörnefnd. Nefndir þessar eru skipaðar þremur mönnum hver.
- Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína og leggur fram fundargerð síðasta ársþings.
- Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær sem fram hafa komið.
- Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar.
- Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
- Ákveðið gjald ævifélaga.
- Önnur mál.
- Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna reikninga og fulltrúa á íþróttaþing.
- Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
- Þingslit.